ME úr leik í Morfís

me_morfis_nov12.jpg
Menntaskólinn á Egilsstöðum er úr leik í ræðukeppni framhaldsskólanna, MORFÍS, eftir 50 stiga tap fyrir Menntaskólanum á Laugarvatni á fimmtudagskvöld í fyrstu umferð keppninnar.

Umræðuefnið var „leyndarmál“ þar ME mælti með en ML á móti. ML fékk 1461 stig gegn 1411 stigum ME. Vigdís Diljá Óskarsdóttir, ME, var valin ræðumaður kvöldsins með 595 stig en hún var stuðningsmaður liðsins.

Auk hennar voru í liðinu: Aldís Anna Þorsteinsdóttir, frummælandi, Almar Blær Sigurjónsson, meðmælandi og Þorgerður María Þorbjarnardóttir, liðsstjóri. Þjálfarar voru Hafþór Eide Hafþórsson og Hrefna Rún Kristinsdóttir.

„Ég er mjög ánægður með krakkana, þetta gat farið á hvorn veginn sem var,“ sagði Hafþór í samtali við Austurfrétt eftir keppnina. „Þau lögðu mikla vinnu á sig. Það vantaði bara herslumuninn.“

Mynd: Menntaskólinn á Laugarvatni

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.