Menntskælingar grýttu rjóma í kennarana - Myndir
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 07. apr 2016 15:14 • Uppfært 07. apr 2016 15:15
Nemendum Menntaskólans á Egilsstöðum gafst í dag einstakt tækifæri til að ná sér niður á kennurum í miðjum verkefnaskilum þegar hægt var að kasta rjóma í kennaranna.
Viðburðurinn var hluti af Góðgerðaviku nemendafélagsins sem lýkur á morgun. Vikan hefur verið nýtt til að vekja athygli á og safna fyrir geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi.
Fyrir 500 krónur gátu nemendur keypt sér tvo diska af rjóma til að henda í átta kennara sem fórnuðu sér í verkið. Kennararnir höfðu stillt sér upp á bakvið útskornar myndir af ráðherrum ríkisstjórnarinnar.
Myndir: Atli Berg Kárason