Skip to main content

Miðasala hafin á Eistnaflug

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 01. maí 2012 13:26Uppfært 08. jan 2016 19:23

img_6168_fix01_web.jpg

Miðasala á rokkhátíðina Eistnaflug, sem fram fer í Neskaupstað 12. – 14. júlí í sumar, hófst í morgun. Búið er að staðfesta 42 hljómsveitir í ár, þar af tvær erlendar.

 

Hátíðin, sem fyrst var haldin árið 2005, hefur nú fest sig í sessi hjá mörgum íslenskum rokkáhugamönnum. Meðal stærstu númeranna í ár verða hljómsveitir á borð við Skálmöld, Sólstafi, I Adapt og Mínus.

Þótt áhersla hátíðarinnar sé á þungarokk og metal má einnig finna þar sveitir sem spila hefðbundnari rokktónlist eins og Hljómsveitin Ég, Vicky og Hellvar.

Miðasala fer fram á midi.is.