Skip to main content

Mikið um að vera á 112 deginum

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. feb 2011 11:47Uppfært 08. jan 2016 19:22

Rauði krossinn, sjúkraflutningamenn, björgunarsveitamenn, slökkviliðliðsmenn og lögreglan minntu á sig
á 112 deginum á síðasta föstudag um allt land.

112_dagurinn.jpgÁ Egilsstöðum hittist þetta fólk við og í Samkaupum og sýndi búnað sinn.  Rauði krossinn var með fræðslu um endurlífgun, sjúkraflutningamenn sýndu sjúkrabíl og búnað frá HSA. Slökkviliðsmenn sýndu slökkvibíla og búnað til að klippa fólk úr bílflökum.
Björgunarsveitin Hérað sýndi bíla og búnað og lögreglan mætti á staðinn. Unga kynslóðin var sérlega áhugasöm um bílaflotann og ekki amalegt að geta sest undir stýri á draumabílunum, slökkvibílunum og sjúkrabílunum sérstaklega.