Mikilvægast að tengja saman alla þá sem vinna að samfélagsþróun

Aleksandra Grofelnik frá Slóveníu sótti vinnustofuna GetActive á Reyðarfirði um daginn. Vinnustofan fjallaði um möguleika, tækifæri og áskoranir ungs fólks í dreifbýli.


Aleksandra er frá dreifbýlu svæði í Slóveníu þar sem lítið er um atvinnu og fólk ferðast að jafnaði langan veg út fyrir svæðið til að sækja vinnu. Á svæðinu búa um 2000 manns í mörgum litlum þorpum þar sem þjónusta dregst sífellt saman, bönkum, pósthúsum og verslunum er lokað.

Aleksandra er í forystu fyrir samtök sem halda nokkurskonar kynningarhátíð þar sem fólki og fyrirtækjum á svæðinu gefst kostur á að kynna sig og starfsemi sína. „Við viljum koma staðbundinni framleiðslu, matargerð, listum, hannyrðum, frumkvöðla- og menningarstarfi á framfæri. Þetta er þriggja daga hátíð þar sem við erum mjög stolt af þessu. Við erum með vinnustofur og málstofur, kynningar og margt fleira. Markmiðið er að tengja saman fólk og vekja athygli á verkefnum. Við erum að reyna að bæta okkur á hverju ári. Við höfum fengið sérfræðinga á ýmsum sviðum með erindi, til dæmis í ferðamálafræði,“ segir hún.

Aleksandra segist einkum sjá lausnir í því að skapa tengsl á milli þeirra sem vinna að samfélagsþróun. „Við getum lagt okkur öll fram en ef við náum ekki eyrum stjórnvalda þá náum við aldrei hámarksárangri. Það þurfa allir að vinna saman, félagasamtök, sveitarfélög og önnur staðbundin stjórnvöld. Það er hægt að framkvæma lítil verkefni án stuðnings staðbundinna stjórnvalda en þá er ekkert næsta skref. Róðurinn er þungur en alltaf er verið að finna upp hjólið. Ef verkefni komast á fjárhagsáætlun er hægt að miða við það í skipulagningu,“ segir hún.

Nánar er rætt við þátttakendur í vinnustofunni í Austurglugganum í dag.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.