Miri selur lag til styrktar Mæðrastyrksnefnd
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 08. maí 2010 19:17 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Lagið „Góða konan“ með hljómsveitinni Miri verður á morgun, sunnudaginn 9. maí, selt á Tonlist.is til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Lagið er að væntanlegri breiðskífu, Okkar. Það kostar 500 krónur og rennur allur ágóði af sölunni á morgun óskiptur til málefnisins.
„Miri vill með þessu framtaki sínu sýna stuðning í verki við allar góðu konurnar hér á landi, enda er hljómsveitin afskaplega þakklát þeim góðu konum sem hafa haft áhrif til hins betra á jafnt einstaklinga hljómsveitarinnar sem og tónlist hennar,“ segir í tilkynningu frá sveitinni.Þó auðvitað sé svo að Miri sjái sér hér tækifæri til kynningar á tónlist sinni með því að nota tæki góðgerðar, þá er það málefnið sem mestu skiptir og vill hljómsveitin því benda þeim sem ekki hafa áhuga á að kynna sér tónlist sveitarinnar á reikning Mæðrastyrksnefndar og hvetja hvern þann sem vettlingi getur valdið að styrkja við þetta verðuga málefni.
Reikningur Mæðrastyrksnefndar:
0101-26-35021
kt. 470269-1119