Málverkasýning í Skvísukaffi
Ásdís Jóhannsdóttir sýnir um þessar mundir, 15 myndir sem eru flestar málaðar á þessu ári, á málverkasýningu í Skvísukaffi í Valaskjálf.Ásdís Jóhannsdóttir listakona sýnir 15 málverk í veitingasal Skvísukaffis. Myndirnar eru flestar málaðar á árinu 2010 og eru allar til sölu. Samkvæmt verðskrá á sýningunni er verð myndanna frá 15 til 30 þúsund eða eftir samkomulagi.
Skvísukaffi var opnað í Valaskjálf 11. mars síðastliðinn, þar er á boðstólum nýbakað brauð og bakkelsi alla daga, með kaffinu. Auk þess er boðið upp á súpu og brauð gegn vægu verði í hádeginu, oft á tilboði um helgar.
Skvísukaffi er opið frá klukkan 7 til 18 virka daga, 8 til 17 laugardaga og 9 til 17 sunnudaga.