![](/images/stories/news/umhverfi/blaa_kirkjan_web_crap.jpg)
Mögnuð miðvikudagskvöld í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði í sumar
Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan er fastur liður í menningarlífi Austfirðinga og nú er búið að staðfesta dagskrá sumarsins sem að venju verður spennandi.
Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn af föstum menningarviðburðum í tónlistarlífi Austfirðinga en hún var sett á laggirnar árið 1998 af söngkonunni og tónlistarkennaranum Muff Worden sem kom frá Bandaríkjunum til að kenna við Tónlistarskólann á Seyðisfirði. Muff lést langt fyrir aldur fram árið 2006 og er tónleikaröðin haldin í minningu og til heiðurs henni.
Um er að ræða sex tónleika og fara þeir fram í Seyðisfjarðarkirkju á miðvikudagskvöldum í júlí og ágúst. Dagskráin spannar allt frá klassísk til þjóðlagatónlistar með viðkomu í jazz og poppi.
Dagskráin er eftirfarandi:
6. júlí: Skuggamyndir frá Býsans Þjóðlagasveit skipuð af Ásgeiri Ágeirssyni, Hauki Gröndal, Þorgrími Jónssyni og Erik Qvick.
13. júlí: Kammerhópurinn Tríó Fókus Hópinn skipa: Margrét Hjaltested víóluleikari, Ingveldur Ýr Jónsdóttir og Guðríður St. Sigurðardóttir.
20. júlí: Fram koma söngkonan Auður Gunnarsdóttir og píanóleikarinn Helga Bryndís Magnúsdóttir.
27. júlí: Fram koma söngvararnir Bjarni Þór Kristinsson og Lilja Guðmundsdóttir ásamt Ingileifu Bryndísi Þórsdóttur, píanóleikara.
3. ágúst: Olga Vocal Ensemble Bjarni Guðmundsson, Jonathan Ploeg, Gulian van Nierop, Pétur Oddbergur Heimisson og Philip Barkhudarov.
10. ágúst: Kvartettinn Valgerður Guðnadóttir, Helga Laufey Finnbogadóttir, Guðjón Steinar Þorláksson og Erik Qvick.
Nánar má fylgjast með tónleikaröðinni hér.