Mögnuð miðvikudagskvöld í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði í sumar

Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan er fastur liður í menningarlífi Austfirðinga og nú er búið að staðfesta dagskrá sumarsins sem að venju verður spennandi.



Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn af föstum menningarviðburðum í tónlistarlífi Austfirðinga en hún var sett á laggirnar árið 1998 af söngkonunni og tónlistarkennaranum Muff Worden sem kom frá Bandaríkjunum til að kenna við Tónlistarskólann á Seyðisfirði. Muff lést langt fyrir aldur fram árið 2006 og er tónleikaröðin haldin í minningu og til heiðurs henni.

Um er að ræða sex tónleika og fara þeir fram í Seyðisfjarðarkirkju á miðvikudagskvöldum í júlí og ágúst. Dagskráin spannar allt frá klassísk til þjóðlagatónlistar með viðkomu í jazz og poppi.



Dagskráin er eftirfarandi:


6. júlí: Skuggamyndir frá Býsans Þjóðlagasveit skipuð af Ásgeiri Ágeirssyni, Hauki Gröndal, Þorgrími Jónssyni og Erik Qvick.

13. júlí: Kammerhópurinn Tríó Fókus Hópinn skipa: Margrét Hjaltested víóluleikari, Ingveldur Ýr Jónsdóttir og Guðríður St. Sigurðardóttir.

20. júlí: Fram koma söngkonan Auður Gunnarsdóttir og píanóleikarinn Helga Bryndís Magnúsdóttir.

27. júlí: Fram koma söngvararnir Bjarni Þór Kristinsson og Lilja Guðmundsdóttir ásamt Ingileifu Bryndísi Þórsdóttur, píanóleikara.

3. ágúst: Olga Vocal Ensemble Bjarni Guðmundsson, Jonathan Ploeg, Gulian van Nierop, Pétur Oddbergur Heimisson og Philip Barkhudarov.

10. ágúst: Kvartettinn Valgerður Guðnadóttir, Helga Laufey Finnbogadóttir, Guðjón Steinar Þorláksson og Erik Qvick.

Nánar má fylgjast með tónleikaröðinni hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.