Myndband ungs Djúpavogsbúa um heimahagana vekur mikla athygli
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 24. okt 2011 20:23 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Nýtt myndband hins rétt ríflega tvítuga Djúpavogsbúa Skúla Andréssonar hefur vakið mikla athygli. Skúli, sem stundar nám í Kvikmyndaskóla Íslands, dvaldi heima á Djúpavogi í seinustu viku og safnaði skotum í myndbandið. Myndbandið, sem er aðgengilegt á YouTube, hefur gengið manna á milli á samskiptavefnum Facebook og vakið sterk viðbrögð Austfirðinga.