Myndböndum dreift til að kynna þorrablótin
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 12. jan 2016 11:27 • Uppfært 12. jan 2016 11:28
Þorrablótsvertíðin er við það að hefjast. Nefndarfólk situr nú fram eftir kvöldum við æfingar og annan undirbúning. Myndbönd á YouTube er meðal þess sem nefndirnar nota til að kynna blótin.
Um helgina fóru í dreifingu myndbönd frá Reyðarfirði og Egilsstöðum. Reyðfirðingar sjást dansandi á hinum ýmsu stöðum í bænum, svo sem Krónunni, bæjarskrifstofunum og Stríðsárasafninu.
Egilsstaðabúar velja hins vegar að kalla til einkaþjálfarann Evert Víglundsson til að koma liðinu í þorrablótsform.
Þorri hefst með bóndadegi föstudaginn 22. janúar. Bæði blótin verða það kvöld en síðan rekur hvert blótið annað í Austfirðingafjórðungi.