Myndböndum dreift til að kynna þorrablótin

Þorrablótsvertíðin er við það að hefjast. Nefndarfólk situr nú fram eftir kvöldum við æfingar og annan undirbúning. Myndbönd á YouTube er meðal þess sem nefndirnar nota til að kynna blótin.


Um helgina fóru í dreifingu myndbönd frá Reyðarfirði og Egilsstöðum. Reyðfirðingar sjást dansandi á hinum ýmsu stöðum í bænum, svo sem Krónunni, bæjarskrifstofunum og Stríðsárasafninu.

Egilsstaðabúar velja hins vegar að kalla til einkaþjálfarann Evert Víglundsson til að koma liðinu í þorrablótsform.

Þorri hefst með bóndadegi föstudaginn 22. janúar. Bæði blótin verða það kvöld en síðan rekur hvert blótið annað í Austfirðingafjórðungi.

 

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.