Myndlistanámskeið í Sláturhúsinu

Menningarhús Gamla sláturhúsið á Egilsstöðum stendur fyrir myndlistanámskeiði um helgina.  Á namskeiðinu kennir Kyuregy Alexandra Arguwovg mosaik og blandaða tækni.

myndlistanamskeid.jpgNemendur á námskeiðinu læra að gera myndir úr mosaik og með blandaðri tækni.  Mosaik verkin eru búin til með að klippa niður mosaik flísar og líma upp á platta, síðan er fúað milli masaik flísanna.  Blönduð tækni felst í að ýmsir skólptúrar, teiknaðat myndir, klippimyndir og mosaik eftir atvikum eru límdir upp á oft stærri verk en mosaik myndirnar eru.

 Kyuregy Alexandra Arguwovg er ættuð frá norðaustur Síberiu héraðinu Sakha í Jakutiu sem er 30 nsinnum stærra en Ísland. Mikill munur er það á mesta frosti sem getur farið niður í -67 gráður á celsíus og upp í +40 gráður.

Kyuregy er búin að búa á Íslandi í 44 ár og sinna list sinni, fimm á ár áður bjó hún í Moskvu og stundaði listnám.  Þar kynntist hún íslenskum manni sínum Magnúsi Jónssyni  sem er látin fyrir nokkru síðan og var að læra þar kvikmyndagerð á sama tíma.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.