Skip to main content

Nemendur í fjölmiðlavali spreyta sig á sjónvarpsvinnu

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. maí 2017 13:45Uppfært 12. maí 2017 13:48

„Mér fannst skemmtilegast að fylgjast með tökumanninum, þegar hann fór um allt til þess að ná myndum, en það þarf auðvitað líka,“ segir Árni Þorberg Hólmgrímsson, nemandi í 8. bekk Grunnskóla Reyðarfjarðar, en nemendur í fjölmiðlavali við skólann fengu að koma með í tökur á þættinum Að austan sem og að gera sitt eigið innslag.



Fjölmiðlahópurinn fylgdi okkur í Egersund Ísland á Eskifirði, en fyrirtækið er hluti af Egersund Group og hefur á að skipa einni fullkomnustu aðstöðu til viðgerða og veiðarfæragerðar í Evrópu.

Síðar hittum við hópinn aftur í Grunnskóla Reyðarfjarðar þar sem þau fengu að spreyta sig sjálf, taka viðtöl og vera viðmælendur. Sjálf eru þau að vinna skólablað sem verður borið í hús á Reyðarfirði seinnipartinn í maí.