Nemendur í fjölmiðlavali spreyta sig á sjónvarpsvinnu

„Mér fannst skemmtilegast að fylgjast með tökumanninum, þegar hann fór um allt til þess að ná myndum, en það þarf auðvitað líka,“ segir Árni Þorberg Hólmgrímsson, nemandi í 8. bekk Grunnskóla Reyðarfjarðar, en nemendur í fjölmiðlavali við skólann fengu að koma með í tökur á þættinum Að austan sem og að gera sitt eigið innslag.

Fjölmiðlahópurinn fylgdi okkur í Egersund Ísland á Eskifirði, en fyrirtækið er hluti af Egersund Group og hefur á að skipa einni fullkomnustu aðstöðu til viðgerða og veiðarfæragerðar í Evrópu.

Síðar hittum við hópinn aftur í Grunnskóla Reyðarfjarðar þar sem þau fengu að spreyta sig sjálf, taka viðtöl og vera viðmælendur. Sjálf eru þau að vinna skólablað sem verður borið í hús á Reyðarfirði seinnipartinn í maí.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.