Nemendur Seyðisfjarðarskóla tóku þátt í Downsdeginum - Myndir
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 23. mar 2011 21:47 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Nemendur Seyðisfjarðarskóla tóku þátt í alþjóðadegi Downs-heilkennis sem
haldinn var á mánudag. Tilgangur dagsins er að vekja almenning til
vitundar um Downs-heilkenni og standa vörð um margbreytileika
mannlífsins.
Yfirskrift dagsins í ár var Will you „let us in!“? og búið var til alþjóðlegt myndband sem hægt er að nálgast hér.
Að þessu sinni horfðu nemendur skólans á myndbandið, spjölluðu um Downs-heilkenni og nemendur 7.-10. bekkjar unnu í hópavinnu með tákn með tali.



