Nemendur VA í vettvangsferð í Reykjavík

va_rvkferd_web.jpg
Ellefu nemendur úr uppeldisfræði og hagfræði í Verkmenntaskóla Austurlands héldu í vikunni suður til Reykjavíkur í stutt vettvangsnám. Þeir fjármögnuðu ferðina meðal annars með að selja fyrirlestra í fyrirtæki í Fjarðabyggð.

Þann 22. nóvember héldu 11 nemendur úr Verkmenntaskóla Austurlands undir stjórn Margrétar Perlu Kolku Leifsdóttur kennara í Uppeldisfræði 203 og Þorvarðar Sigurbjörnssonar kennara í Hagfræði 113 í vettvangsferð til Reykjavíkur. Nemendurnir voru búnir að undirbúa fyrirlestra sem tengdust námsefni úr báðum áföngum. 

Nemendurnir fjármögnuðu ferðina með því að selja fyrirlestra og  voru þeir úr efni áfanganna og fluttir í ýmsum fyrirtækjum og stofnunum í Fjarðabyggð. 

Tilgangur ferðarinnar var að skoða Seðlabanka Íslands, Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, Klettaskóla og Grunnskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík en það tengist námsefni faganna sem þeir eru í. 

Ferðin gekk mjög vel fyrir sig. Hópurinn fékk rosalega áhugaverða kynningar á hverjum stað fyrir sig og urðu margs vísari um möguleg framtíðar starfssvið. Það var vel tekið á móti hópnum og var það samdóma álit hans að ferðin hefði verið lærdómsrík. 

Skólinn, nemendur og kennarar eru mjög þakklátir fyrir alla þá hjálp sem veitt var til að þessi ferð yrði að veruleika. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.