Námskeið í hleðslu riffilskota

Þekkinarnet Austurlands stóð fyrir námskeiði í hleðslu riffilskota, í húsnæði sínu á Egilsstöðum. Nemendur á námskeiðinu sem stóð í um hálfan dag, voru 12 og komu víða að af Austurlandi.

hledsla_riffilskota.jpgKennari á námskeiðinu var Jóhann Vilhjálmsson byssusmiður í Reykjavík.  Kennslan felst í því að endurhlaða riffilskot. Farið er yfir ferlið frá því að taka tóm skothylki sem oft eru kölluð partónur og setja í þau nýja ,,primera", púður og kúlur, primerar eru oft nefndir knallettur á ástkæra ylhýra.  Mörg tökuorð og slettur fylgja tali um hleðslu riffilskota, svo sem áðurnefndir primerar,dæjar, shelholder, trimmer, nekka, sæsa, nekkdæja, fúlldæja svo dæmi séu tekin.

Ferlið hefst á því að tómu hylkin eru yfirfarin og athugað hvort þau eru í lagi, síðan eru þau löguð í opið og smurð áður en þau eru þrengd í pressu sem sérstaklega er til þess ætluð. Mismunandi er hvort hylkin eru fullþrengd eða hálsþrengd, um leið eru gömlu primerarnir reknir úr.  Því næst eru settir nýir primerar eða knallettur í hylkið með sérsmíðaðri knellutöng og viktaður í það hæfilegur skammtur af viðeigandi púðri, sem til er í mörgum gerðum og með mismunandi brennsluhraða.  Að endingu er nýju kúlunni þrykkt í patrónuna í sömu pressunni og notuð er til að þrengja hylkið og skotið er eftir það tilbúið til notkunar.

Þeim sem ekki þekkja til svona vinnu hættir til að halda að þetta sé hættuleg yðja en svo er ekki, sé öllu öryggi til haga haldið og réttum handtökum beitt.  Þetta er þvert á móti nánast hættulaust og til þess eru svona námskeið að kenna fólki réttu handtökin til að hlöðnu skotfærin séu örugglega hættulus fyrir þá sem þau umgangast.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.