Norðanáttin til gæfu?

Þær eru með öðrum brag sauðburðarmyndir hér eystra en flestar myndir af sauðburði sem birtst hafa af sauðburði í öllum helstu fjölmiðlum landsins.   Þær myndir eru að vísu flest allar af öskufallssvæðum á Suðurlandi.

hauksstadir_aer_a_jotu.jpgÞað fer ekki hjá því að við getum verið þakklát hér á Austurlandi með það sem við höfum, eftir að vera búin að horfa á fréttatíma eftir fréttatíma og eins ef við lítum yfir dagblað öskufallsfréttir af Suðurlandi daglega vikum saman.

Jafnvel norðanáttin lætur ljúflega í eyrum og er þá langt til jafnað.  Bændum hér eystra er að jafnaði ekki vel við að norðanáttin sé ríkjandi hér yfir há sauðburðartímann, en láta sér það nú í léttu rúmi liggja, enda hefur hún kannski ekki eftir allt saman verið eins stingandi köld með krapa og snjó eins og stundum oft áður.

Nú er staðan hinsvegar þannig að meðan norðanáttin ríkir berst allavega ekki aska frá Eyjafjallajökli yfir Austurland og miðað við fréttir og myndir af öskufallssvæðunum á Suðurlandi er það mikil gæfa fyrir Austurland.  Hér eystra er hægt að sjá í jarðlögum öskulög á sögulegum tíma sem komið hafa úr fjöllum á Suðurlandi, svo sem Heklu, Kötlu að ekki sé talað um eldstöðvar í Vatnajökli.

Það er ekki spurning að hefðu suðvestan vindáttir verið ríkjandi efit að gosið í Eyjafjallajökli hófst væri nær örugglega aska yfir stórum hluta Austurlands, varla þykk að vísu en örugglega hvimleið í meira lagi fyrir fólk og fénað.  Það verða því að teljast nokkur forréttindi að sjá lambfé útivið þegar ekið er um sveitir Austurlands nú á þessum háannatíma í sveitum landsins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.