Skip to main content

Obama vann á kosningavöku VA: Myndir

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. nóv 2012 15:04Uppfært 08. jan 2016 19:23

kosningavaka
Barack Obama fékk meirihluta atkvæða á kosningavöku sem nemendur í stjórnmálafræði við Verkmenntaskóla Austurlands stóðu fyrir í síðustu viku í tilefni bandarísku forsetakosninganna.

Um 30 manns mættu og sumir hverjir klæddir eins og Ameríkanar. Fyrir þá sem höfðu áhuga á stóð til boða að halda ræðu um sinn mann. Baldur Seljan og Húnbogi Sólon Gunnþórsson stigu fram og fluttu sínar ræður með plikt.

Baldur fjallaði meðal annars um meginmuninn á Demókrötum og Repúblikönum, efnahag Bandaríkjanna sem og skattamál, sjúkratryggingar og völdin sem fylgja forsetaembættinu.

Húnbogi fjallaði hins vegar meira um frambjóðendurna sjálfa, Obama og Mitt Romney. Hann benti á að Obama efndi ekki loforð um minna atvinnuleysi sem hann setti fram í síðustu kosningabaráttu. Hann tók einnig Romney fyrir og lofaði hann.

Eftir kappræður kusu gestir milli frambjóðenda. Þar sigraði Obama með 18 atkvæðum gegn 6 atkvæðum Romneys, en aðeins 1 sat hjá. Mikil spenna var og þeir úthaldsmestu voru á staðnum langt fram á nótt.

kosningavaka
 
kosningavakakosningavakakosningavakakosningavakakosningavaka