Skip to main content

Óhefðbundnu viðburðirnir skemmtilegastir

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. ágú 2017 12:02Uppfært 29. ágú 2017 15:21

„Við vissum ekki hvernig ætti að steikja hamborgara eða nokkurn skapaðan hlut,“ segir Ásgrímur Ingi Arngrímsson, vert í Fjarðaborg um reksturinn síðustu sumur. Að austan á N4 leit við í Fjarðaborg í fyrir stuttu.


Ásgrímur Ingi og félagar hafa haldið úti veitingasölu og fjölbreyttri viðburðadagskrá í húsinu síðastliðin níu sumur. Hann segir að óhefðbundnu viðburðirnir á borð við „jól í júlí“ standi upp úr þegar hann horfir til baka.

„Hugmyndin kviknaði út frá því að vinkona okkar kom með stelpu frá Indlandi með sér. Hún var svona rosalega hress og skemmtileg og alveg til í að taka þátt í að halda Bollywood-hátíð í Fjarðaborg. Á sunnudagskvöldi auglýstum við að það yrði Bollywood hátíð næstu helgi. Svo hittum við hana ekkert meir, hún fór að labba hér suður á Víkur fram á fimmtudag og hátíðin sett á föstudag.

Við vorum farnir að hafa töluverðar áhyggjur af því hvernig þetta ætti að vera þar sem við sáum að við höfðum farið langt fram úr okkur, en enginn okkar hafði einu sinni séð Bollywood-mynd. Þetta varð þó alveg stórkostleg hátíð og eftir þetta hefur alltaf verið einn viðburður á sumri þar sem við vitum ekkert hvað við erum að fara að gera,“ segir Ásgrímur Ingi.