Opið hús í athafnaviku
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 17. nóv 2011 22:31 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Opið hús verður í Miðvangi 1 (Níunni) á morgun, föstudaginn 18.
nóvember, í tilefni alþjóðlegrar athafnaviku. Fyrirtæki, frumkvöðlar og
einstaklingar sem starfa í húsinu bjóða gestum og gangandi að kynnast
starfseminni.
Í hádeginu gefst Austfirðingum tækifæri á að fá sér léttan hádegisverð, hlusta á austfirska tónlistarmenn leika lög sín ásamt því að spjalla við starfsmenn þessara fyrirtækja og fá nánari kynningu á starfseminni sem þarna fer fram.
Það er Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Austurfarar og einn af talsmönnum Athafnavikunnar sem stendur fyrir viðburðinum.
Fyrirtækin sem taka þátt í viðburðinum eru: Austurför, Ferðaskrifstofa Austurlands, Ferðaþjónustan Álfheimar, Austurnet, Kaskó, Sjóvá, Íslandsbanki, AN Lausnir, Rational Network og Héraðsprent og Hús handanna.
Það er Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Austurfarar og einn af talsmönnum Athafnavikunnar sem stendur fyrir viðburðinum.
Fyrirtækin sem taka þátt í viðburðinum eru: Austurför, Ferðaskrifstofa Austurlands, Ferðaþjónustan Álfheimar, Austurnet, Kaskó, Sjóvá, Íslandsbanki, AN Lausnir, Rational Network og Héraðsprent og Hús handanna.