Opið hús í athafnaviku
Opið hús verður í Miðvangi 1 (Níunni) á morgun, föstudaginn 18. nóvember, í tilefni alþjóðlegrar athafnaviku. Fyrirtæki, frumkvöðlar og einstaklingar sem starfa í húsinu bjóða gestum og gangandi að kynnast starfseminni.
Í hádeginu gefst Austfirðingum tækifæri á að fá sér léttan hádegisverð, hlusta á austfirska tónlistarmenn leika lög sín ásamt því að spjalla við starfsmenn þessara fyrirtækja og fá nánari kynningu á starfseminni sem þarna fer fram.
Það er Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Austurfarar og einn af talsmönnum Athafnavikunnar sem stendur fyrir viðburðinum.
Fyrirtækin sem taka þátt í viðburðinum eru: Austurför, Ferðaskrifstofa Austurlands, Ferðaþjónustan Álfheimar, Austurnet, Kaskó, Sjóvá, Íslandsbanki, AN Lausnir, Rational Network og Héraðsprent og Hús handanna.