Orð skulu standa á Austurlandi
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 23. mar 2011 11:51 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Skemmtiþátturinn Orð skulu standa verður á Hótel Héraði á Egilsstöðum um
helgina. Útvarpsþátturinn hefur fengið nýtt líf á leiksviði í vetur.
Þátturinn, sem áður var á dagskrá Rásar 1, hefur í vetur gengið sem leikhúsverk í Borgarleikhúsinu. Þar er þátturinn „í beinni útsendingu“ með lifandi tónlist þar sem saman fara ískrandi gleði, hlátur og hlýleg samvera, í bland við fræðandi skemmtun um íslenskt mál og menningu.
Stjórnandi þáttarins er Karl Th. Birgisson en honum fylgja liðsstjórarnir Davíð Þór Jónsson og Sólveig Arnarsdóttir auk undirleikarans Jakobs Frímanns Magnússonar. Gestir verða Berglind Ósk Agnarsdóttir, Ingunn Snædal, Sigurður Ingólfsson og Þóroddur Helgason