Skip to main content

Þorrablót átthagafélaga

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. feb 2010 17:53Uppfært 08. jan 2016 19:21

Átthagafélög Vopnfirðinga, Borgfirðinga, Héraðsbúa og Breiðdælinga halda sameiginlegt þorrablót í Kópavogi 6. febrúar.

orramatur.jpgÞorrablótin eru fastur liður í lífi margra Austfirðinga, jafnt brottfluttra sem annarra og verður jafnan fagnaðarfundur þegar gamlir grannar og vinir hittast og gleðjast saman. Margir hafa þann sið að hittast í heimahúsi áður en haldið er á blótsstað og styrkja þannig vinaböndin enn frekar.

Þorrablót átthagafélaganna hafa átt vaxandi vinsældum að fagna og á sama tíma og stór hópur fólks getur ekki hugsað sér að missa af þessari skemmtun bætast nýir í hópinn á hverju ári.

Dagskráin verður að þessu sinni í höndum Arndísar Þorvaldsdóttur leiðsögukonu og þáttagerðarkonu með meiru og ræðumaður kvöldsins verður Sigfús Vilhjálmsson frá Brekku í Mjóafirði. Bæði eru Austfirðingum að góðu kunn og er ekki að efa að glatt verður á hjalla nú sem endra nær.

Forsala aðgöngumiða verður að Auðbrekku 25 – 27 í Kópavogi 4. og 5. febrúar frá kl. 17 – 19 og þorri svo blótaður af krafti laugardaginn 6. febrúar. Hljómsveitin Hafrót leikur fyrir dansi og styður við fjöldasönginn.