Þorrablót átthagafélaga

Átthagafélög Vopnfirðinga, Borgfirðinga, Héraðsbúa og Breiðdælinga halda sameiginlegt þorrablót í Kópavogi 6. febrúar.

orramatur.jpgÞorrablótin eru fastur liður í lífi margra Austfirðinga, jafnt brottfluttra sem annarra og verður jafnan fagnaðarfundur þegar gamlir grannar og vinir hittast og gleðjast saman. Margir hafa þann sið að hittast í heimahúsi áður en haldið er á blótsstað og styrkja þannig vinaböndin enn frekar.

Þorrablót átthagafélaganna hafa átt vaxandi vinsældum að fagna og á sama tíma og stór hópur fólks getur ekki hugsað sér að missa af þessari skemmtun bætast nýir í hópinn á hverju ári.

Dagskráin verður að þessu sinni í höndum Arndísar Þorvaldsdóttur leiðsögukonu og þáttagerðarkonu með meiru og ræðumaður kvöldsins verður Sigfús Vilhjálmsson frá Brekku í Mjóafirði. Bæði eru Austfirðingum að góðu kunn og er ekki að efa að glatt verður á hjalla nú sem endra nær.

Forsala aðgöngumiða verður að Auðbrekku 25 – 27 í Kópavogi 4. og 5. febrúar frá kl. 17 – 19 og þorri svo blótaður af krafti laugardaginn 6. febrúar. Hljómsveitin Hafrót leikur fyrir dansi og styður við fjöldasönginn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.