Öskudagur númer tvö: Nýju nammi útdeilt á Seyðisfirði

Ungviði Seyðisfjarðarkaupstaðar kom við á bæjarskrifstofunum í dag og sótti þangað nýtt sælgæti gegn söng. Eins og frægt er orðið var löngu útrunnu sælgæti útdeilt þar á öskudaginn í síðustu viku.


Í frétt á vef Seyðisfjarðarkaupstaðar segir að börnin hafi fengið „brakandi ferskt nammi með ljómandi góðum stimpli sem nær langt fram á árið 2016.“

Vísir greindi frá því í morgun að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur teldi málinu lokið eftir að hafa fengið þær upplýsingar frá sælgætissalanum að um mistök hefði verið að ræða. Hann hefur hins vegar neitað að upplýsa um það opinberlega í hvernig þau urðu.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.