Skip to main content

Öskudagur númer tvö: Nýju nammi útdeilt á Seyðisfirði

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. feb 2016 15:21Uppfært 17. feb 2016 15:21

Ungviði Seyðisfjarðarkaupstaðar kom við á bæjarskrifstofunum í dag og sótti þangað nýtt sælgæti gegn söng. Eins og frægt er orðið var löngu útrunnu sælgæti útdeilt þar á öskudaginn í síðustu viku.


Í frétt á vef Seyðisfjarðarkaupstaðar segir að börnin hafi fengið „brakandi ferskt nammi með ljómandi góðum stimpli sem nær langt fram á árið 2016.“

Vísir greindi frá því í morgun að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur teldi málinu lokið eftir að hafa fengið þær upplýsingar frá sælgætissalanum að um mistök hefði verið að ræða. Hann hefur hins vegar neitað að upplýsa um það opinberlega í hvernig þau urðu.