Óvæntir endurfundir sviðshöfunda á Austurlandi

Nær allur útskriftarbekkur sviðshöfunda úr Listaháskóla Íslands vorið 2015 hittist á Austurlandi nýverið af tilviljun. Hópurinn var eystra á ólíkum forsendum að vinna að menningar- og listaverkefnum.


Emelía Antonsdóttir Crivello hélt í níunda sinn Dansstúdíó Emelíu sem bauð upp á námskeið í listdansi bæði á Fljótsdalshéraði og Reyðarfirði. Námskeiðunum lauk með danssýningum á báðum stöðum.

Eva Halldóra Guðmundsdóttir og Þorvaldur Sigurbjörn Helgason eru ásamt Hallveigu Kristínu Eiríksdóttur að setja upp sviðsverkið Sælir eru einfaldir á Skriðuklaustri, en verkið verður frumsýnt 25. júlí.

Viktoría Blöndal og Atli Sigþórsson, betur þekkur sem Kött Grá Pje, voru í síðustu viku með ritlistarsmiðju í Sláturhúsinu fyrir börn og unglinga. Þau enduðu vikuna á taka þátt í Sumarhátíð UÍA sem dómarar í ljóðaupplestrarkeppni.

Guðmundur Felixsson sýndi á LungA á mánudagskvöld með spunahópnum Improv Ísland.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.