Pelíkaninn frumsýndur á Seyðisfirði

pelikaninn_ebb_3.jpg
Pelíkaninn opnar, nýtt leikverk með söngvum eftir Seyðfirðinginn og leikstjórann Ágúst Torfa Magnússon var frumsýnt hjá Leikfélagi Seyðisfjarðar síðastliðinn föstudag.

Söngtextarnir í verkinu eru einnig nýir en þeir eru eftir Lilju Kristinsdóttur, formann Leikfélagsins.  Tónlistarstjórn er í höndum Einars Braga Bragasonar. 

Pelíkaninn segir frá samnefndum háklassa veitinga- og skemmtistað á 6. áratug síðustu aldar. Verkið gerist á nokkurra daga tímabili og má þar kynnast eiganda, nágranna og starfsmönnum staðarins og nokkrum stórskemmtilegum atvikum í lífi þeirra.

Næsta sýning er föstudaginn 25. maí. Lokasýning verður föstudaginn 1. júní.  Sýningarnar eru í Félagsheimilinu Herðubreið og hefjast allar kl. 20:30.
 
pelikaninn_ebb_2.jpgpelikaninn_ebb_1.jpg
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.