Pelíkaninn frumsýndur á Seyðisfirði
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 16. maí 2012 20:22 • Uppfært 08. jan 2016 19:23
Pelíkaninn opnar, nýtt leikverk með söngvum eftir Seyðfirðinginn og leikstjórann Ágúst Torfa Magnússon var frumsýnt hjá Leikfélagi Seyðisfjarðar síðastliðinn föstudag.
Söngtextarnir í verkinu eru einnig nýir en þeir eru eftir Lilju Kristinsdóttur, formann Leikfélagsins. Tónlistarstjórn er í höndum Einars Braga Bragasonar.
Pelíkaninn segir frá samnefndum háklassa veitinga- og skemmtistað á 6. áratug síðustu aldar. Verkið gerist á nokkurra daga tímabili og má þar kynnast eiganda, nágranna og starfsmönnum staðarins og nokkrum stórskemmtilegum atvikum í lífi þeirra.
Næsta sýning er föstudaginn 25. maí. Lokasýning verður föstudaginn 1. júní. Sýningarnar eru í Félagsheimilinu Herðubreið og hefjast allar kl. 20:30.
