Píslarganga á Skriðuklaustri á morgun

skriduklaustur.jpgÁ morgun verður í þriðja sinn gengin píslarganga frá Valþjófsstaðarkirkju í Skriðuklaustur. Tvær nýjar sýningar voru þar opnaðar um seinustu helgi.

 

Lagt verður af stað frá Valþjófsstaðarkirkju í fyrramálið klukkan ellefu og gengið í Skriðuklaustur. Á pálmasunnudag voru opnaðar tvær sýningar á Skriðuklaustri sem verða opnar um páskana og fram í maí.

Annars vegar er það sýning Katrínar Jóhannesdóttur - Katý, textílkennara við Handverks- og hússtjórnarskólann á Hallormstað. Hún sýnir í stássstofu Gunnarshúss vefnað, hekl, orkering og hinar ýmsu hannyrðir sem hún hefur unnið síðustu árin. Sýninguna nefnir hún „Hannyrðasýningin Harðangur og Skriðuklaustur.“

Hin sýningin sem opnuð verður á pálmasunnudag í gallerí Klaustri á myndverkum sem Sigrún Björgvinsdóttir á Egilsstöðum hefur unnið úr þæfðri ull. Sýninguna nefnir hún „Ort í ull“ og á henni má meðal annars sjá verk sem eru innblásin af eldsumbrotum á Suðurlandi á síðasta ári.

Lokað er á Skriðuklaustri í dag. Á morgun, laugardaginn, páskadag og annan í páskum verður opið frá 12-17.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.