Píslarganga á Skriðuklaustri á morgun
Á morgun verður í þriðja sinn gengin píslarganga frá Valþjófsstaðarkirkju í Skriðuklaustur. Tvær nýjar sýningar voru þar opnaðar um seinustu helgi.
Lagt verður af stað frá Valþjófsstaðarkirkju í fyrramálið klukkan ellefu og gengið í Skriðuklaustur. Á pálmasunnudag voru opnaðar tvær sýningar á Skriðuklaustri sem verða opnar um páskana og fram í maí.
Annars vegar er það sýning Katrínar Jóhannesdóttur - Katý, textílkennara við Handverks- og hússtjórnarskólann á Hallormstað. Hún sýnir í stássstofu Gunnarshúss vefnað, hekl, orkering og hinar ýmsu hannyrðir sem hún hefur unnið síðustu árin. Sýninguna nefnir hún „Hannyrðasýningin Harðangur og Skriðuklaustur.“
Hin sýningin sem opnuð verður á pálmasunnudag í gallerí Klaustri á myndverkum sem Sigrún Björgvinsdóttir á Egilsstöðum hefur unnið úr þæfðri ull. Sýninguna nefnir hún „Ort í ull“ og á henni má meðal annars sjá verk sem eru innblásin af eldsumbrotum á Suðurlandi á síðasta ári.
Lokað er á Skriðuklaustri í dag. Á morgun, laugardaginn, páskadag og annan í páskum verður opið frá 12-17.