Ræða stöðu kvenna eftir þingkosningarnar

Konur víða um land ræða nú stöðu kvenna í stjórnmálum og möguleika á nýju kvennaframboði eftir úrslit þingkosninganna um síðustu helgi. Hlutfall kvenna á Alþingi lækkaði úr 47% í 38%.

Umræðurnar hafa verið líflegar á Facebook en einnig hefur verið boðað til funda víða um land þar sem meðal annars er kallað eftir kvennaframboði sem setji öryggi, aðstæður og tækifæri kvenna í forgang þar sem femínismi hafi ekki verið raunverulegt baráttumál neins þeirra flokka sem buðu fram í síðustu kosningum.

Einn af þessum fundum verður á Egilsstöðum annað kvöld klukkan 20:00.

Þrátt fyrir að hlutfall kvenna hafi lækkað á landsvísu var svo ekki í Norðausturkjördæmi. Konum í þingmannahópi kjördæmisins fjölgaði úr þremur í fimm. Kynjahlutfallið er því jafnt í hópnum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.