
Ræða stöðu kvenna eftir þingkosningarnar
Konur víða um land ræða nú stöðu kvenna í stjórnmálum og möguleika á nýju kvennaframboði eftir úrslit þingkosninganna um síðustu helgi. Hlutfall kvenna á Alþingi lækkaði úr 47% í 38%.Umræðurnar hafa verið líflegar á Facebook en einnig hefur verið boðað til funda víða um land þar sem meðal annars er kallað eftir kvennaframboði sem setji öryggi, aðstæður og tækifæri kvenna í forgang þar sem femínismi hafi ekki verið raunverulegt baráttumál neins þeirra flokka sem buðu fram í síðustu kosningum.
Einn af þessum fundum verður á Egilsstöðum annað kvöld klukkan 20:00.
Þrátt fyrir að hlutfall kvenna hafi lækkað á landsvísu var svo ekki í Norðausturkjördæmi. Konum í þingmannahópi kjördæmisins fjölgaði úr þremur í fimm. Kynjahlutfallið er því jafnt í hópnum.