![](/images/stories/news/umhverfi/slaturhusid_egs.jpg)
Rapphátíð ungmenna í Sláturhúsinu
Rapphátíðin Road to Relax verður haldin í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í fyrsta skipti í kvöld. Fram koma ÁK-AKÁ, Bent og Aron Can.
„Það kom upp sú tillaga frá Ungmennaráði Fljótsdalshérað að vera með tónlistarhátíð sem á sér engan líkan á Austurlandi. Við erum frekar þekkt fyrir að vera rokkmiðuð hér fyrir austan, samanber Vegareiði og Eistnaflug, og því kom upp sú uppástunga að vera með rapp/hip hop hátíð sem eftir okkar bestu vitneskju hefur ekki verið haldin á Austfjörðum,“ segir Reynir Hólm Gunnarsson, starfsmaður Vegahússins.
Tónleikarnir eru ætlaðir ungmennum á aldrinum 16-25 ára og er frítt inn. „Þetta ætlað fyrir öll ungmenni á Austurlandi. Hún er er áfengis- og vímuefnalaus.
Við hlökkum til að keyra þetta í gang og vonandi sjáum við sem flesta í klukkan níu í kvöld,“ segir Reynir.