Rapphátíð ungmenna í Sláturhúsinu

Rapphátíðin Road to Relax verður haldin í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í fyrsta skipti í kvöld. Fram koma ÁK-AKÁ, Bent og Aron Can.


„Það kom upp sú tillaga frá Ungmennaráði Fljótsdalshérað að vera með tónlistarhátíð sem á sér engan líkan á Austurlandi. Við erum frekar þekkt fyrir að vera rokkmiðuð hér fyrir austan, samanber Vegareiði og Eistnaflug, og því kom upp sú uppástunga að vera með rapp/hip hop hátíð sem eftir okkar bestu vitneskju hefur ekki verið haldin á Austfjörðum,“ segir Reynir Hólm Gunnarsson, starfsmaður Vegahússins.

Tónleikarnir eru ætlaðir ungmennum á aldrinum 16-25 ára og er frítt inn. „Þetta ætlað fyrir öll ungmenni á Austurlandi. Hún er er áfengis- og vímuefnalaus.

Við hlökkum til að keyra þetta í gang og vonandi sjáum við sem flesta í klukkan níu í kvöld,“ segir Reynir.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.