Skip to main content

„Regluleg hreyfing er lífsspursmál“

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. maí 2017 13:41Uppfært 09. maí 2017 13:42

Það er mikill kraftur og lífsgleði í eldri borgurum Norðfjarðar sem hittast flesta daga í líkamsræktarstöðinni Kroppakjör sem staðsett er í Breiðabliki, þjónustuíbúðum aldraðra. Þátturinn Að austan tók hús á þeim á dögunum.



Eins og áður hefur verið sagt frá hér á Austurfrétt er Már Sveinsson forsprakki stöðvarinnar, en hann rak einnig fyrstu líkamsræktarstöðina sem opnuð var á Norðfirði í ellefu ár.

Eftir að hafa viðrað þá hugmynd við nágranna sína í Breiðabliki, hvort ráð væri að fjárfesta í göngubretti og öðrum styrkjandi tækjum í húsið, sótti hann um styrk hjá SÚN, Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað, sem og fékkst. Fjarðabyggð studdi verkefnið einnig með því að eftirláta rými fyrir æfingasalinn. Stöðin opnaði formlega í janúar og hefur verið í stöðugri notkun síðan.