„Regluleg hreyfing er lífsspursmál“

Það er mikill kraftur og lífsgleði í eldri borgurum Norðfjarðar sem hittast flesta daga í líkamsræktarstöðinni Kroppakjör sem staðsett er í Breiðabliki, þjónustuíbúðum aldraðra. Þátturinn Að austan tók hús á þeim á dögunum.



Eins og áður hefur verið sagt frá hér á Austurfrétt er Már Sveinsson forsprakki stöðvarinnar, en hann rak einnig fyrstu líkamsræktarstöðina sem opnuð var á Norðfirði í ellefu ár.

Eftir að hafa viðrað þá hugmynd við nágranna sína í Breiðabliki, hvort ráð væri að fjárfesta í göngubretti og öðrum styrkjandi tækjum í húsið, sótti hann um styrk hjá SÚN, Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað, sem og fékkst. Fjarðabyggð studdi verkefnið einnig með því að eftirláta rými fyrir æfingasalinn. Stöðin opnaði formlega í janúar og hefur verið í stöðugri notkun síðan. 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.