Þrettándagleði Hattar og Fljótsdalshéraðs
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 05. jan 2012 15:20 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Íþróttafélagið Höttur stendur fyrir þrettándagleði á morgun í samstarf
við sveitarfélagið Fljótsdalshérað en dagskrá verður í Tjarnargarðinum á
Egilsstöðum.
Kyndlaganga leggur af stað frá íþróttahúsinu á Egilsstöðum klukkan hálf sex og verður gengið inn í Tjarnargarðinn. Þar afhendir íþróttafélagið Höttur viðurkenningar til afreksmanna ársins 2011, karlakórinn Drífandi tekur lagið og í lokin verður flugeldasýning á vegum björgunarsveitarinnar.