Reyndi að setja sig í spor Stórval við tónsmíðina

„Stórval er tónverk sem ég samdi um málverk Stefáns frá Möðrudal, eða Stórval. Mér finnst hann og verkin hans áhugaverð og ég reyndi að taka stemmninguna úr þeim og setja í tónverkið mitt, reyndi að skrifa það eins og málari,“ segir Charles Ross, höfundur verksins, en hann er einn meðlimur Stelks, sem mun flytja verkið í Egilsstaðakirkju á sunnudagskvöldið.



Verkið var frumflutt í Hörpu í Reykjavík á Myrkum músikdögum. Charles setti einnig saman myndasýningu sem mun rúlla á skjá samhliða tónverkinu og sýnir feril Stórvals og þróun hans í listinni.
„Ég reyndi að setja mig í hans spor, hvernig tónlist hann hefði samið út frá þessu. Stórval var einfari og hugsaði út fyrir rammann, en það er svo oft sem listamenn lenda á ósýnilegum vegg og hætta, en hann gerði það sem aðrir listamenn gera ekki.“

Kammersveitina skipa þau Berglind Halldórsdóttir, Charles Ross, Eyrún Eggertsdóttir, Gillian Haworth, Hildur Þórðardóttir, Sunčana Slamnig og Øystein Magnús Gjerde.

Verkið er um klukkustund í flutningi og Charles segir hópinn vera búinn að æfa það lengi. „Þetta er ekki einföld tónlist, hvorki að semja eða spila, ég var einnig sífellt að bæta við verkið. Þeir sem hafa séð sýninguna eru mjög ánægðir og finnst verkið í rauninni alveg ótrúlegt,“ segir Charles sem hvetur alla til þess að koma og njóta, enda er ókeypis inn. 



Skemmtistaðurinn Feiti fíllinn á Egilsstöðu siglir inn í sína aðra helgi og býður upp á „Læf night“ í kvöld með trúbadorunum Andra Bergmann og Hafþóri Vali og „Grúv night“ á laugardagskvöld þar sem Ragnar Láki sér um fjörið. Nánar má fylgjast með viðburðunum Feita fílsins hér.


Hið árlega Sólarkaffi Kvenfélags Reyðarfjarðar verður í safnaðarheimili Reyðarfjarðarkirkju á sunnudaginn klukkan 15:00 þar sem einnig verða flutt atriði frá tónlistarskólanum. Nánar má lesa um viðburðinn hér.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.