Riða greind á bæ á Jökuldal

lomb.jpgRiða hefur greinst á bænum Merki á Jökuldal. Öllu fé á bænum verður slátrað á næstunni. Sýni var greint úr kind sem slátrað var í sláturhúsi í haust.

 

Frá þessu er greint í frétt á vef Matvælastofnunar. Sýnið var greint í tilraunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum og hefur nú verið staðfest að smitefni riðu hafi fundist í því.

Riðan er af afbrigðinu NOR 98 og er þetta fjórði bærinn á Íslandi þar sem þetta afbrigði finnst. Um 530 kindur eru á bænum og undirbúningur er nú að hefjast vegna nauðsynlegs niðurskurðar á öllu fé á bænum.
 
Engin kind greindist með sjúkdómseinkenni riðu á síðasta ári. Bærinn Merki er í Héraðshólfi og í því hólfi greindist riða síðast árið 1997.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar