Skip to main content

Rithöfundalest(ur) á Austurlandi

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. nóv 2011 18:15Uppfært 08. jan 2016 19:22

rithofundalest_nov11.jpgÁrviss rithöfundalest fer um Austurland um helgina. Á ferð eru fjórir höfundar frá Forlaginu með nýjustu verk sín.

 

Hallgrímur Helgason segir frá Konunni við 1000 gráður, Jón Yngvi Jóhannsson les úr ævisögu Gunnars Gunnarssonar sem heitir Landnám, Ragna Sigurðardóttir fræðir áheyrendur um sögu sína um Bónusstelpuna og Vigdís Grímsdóttir heldur á vit töfranna og les úr skáldsögunni Trúir þú á töfra?
 
Viðkomustaðir rithöfundalestarinnar eru fjórir að þessu sinni. Í dag var lesið á Skriðuklaustri og í kvöld klukkan 20:30 í Skaftfelli á Seyðisfirði. Á morgun verður í Miklagarði á Vopnafirði kl. 14.00 og í Safnahúsinu á Norðfirði kl. 20.00.