Skip to main content

Rithöfundalest(ur) á Austurlandi um helgina

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. nóv 2012 09:17Uppfært 08. jan 2016 19:23

rithofundalest2012.jpg
Árviss rithöfundalest fer um Austurland helgina. Á ferð verða fjórir höfundar frá Forlaginu með nýjustu verk sín.
 

Kristín Steinsdóttir segir frá Bjarna-Dísu, Kristín Ómarsdóttir les úr Millu, Eiríkur Örn Norðdahl kynnir Illsku og Einar Már Guðmundsson segir frá Íslenskum kóngum. Með í för verður einnig Steinunn Kristjánsdóttir sem fræðir gesti um Söguna af klaustrinu á Skriðu sem kemur út hjá Sögufélagi. Jafnframt verður kynnt bókin Sonur þinn er á lífi sem er í Útkallsbókaröð Óttars Sveinssonar.

Rithöfundalestin nýtur stuðnings Menningarráðs Austurlands, Alcoa Fjarðaáls og Bílaleigu Akureyrar auk forlaganna. Að henni standa Menningarmálanefnd Vopnafjarðar, Gunnarsstofnun, Skaftfell menningarmiðstöð og Umf. Egill Rauði. 

Viðkomustaðir eru fjórir að þessu sinni. Lesið verður í Kaupvangskaffi á Vopnafirði föstudagskvöld 30. nóv. kl. 20.30. Laugardag 1. des. kl. 14.00 verða höfundarnir á Skriðuklaustri í Fljótsdal og um kvöldið lesa þeir í Skaftfelli á Seyðisfirði kl. 20.30. Á sunnudaginn verða þeir síðan í Safnahúsinu á Norðfirði kl. 14.00.