Rithöfundalestin 2020: Svo týnist hjartaslóð eftir Betu Reynis

Svo týnist hjartaslóð er þroskasaga Elísabetu Reynisdóttur, eða Betu Reynis sem skráð er af Valgeiri Skagfjörð.

Elísabet er fædd í Vestmannaeyjum en flýði eldgosið þar ásamt foreldrum sínum sem settust að á Vopnafirði þar sem hún ólst upp.

„Bókin er saga mín sem Valgeiri tókst, að ég tel, glæsilega að rita. Hún fjallar um forfeður mína, áföll sem þeir urðu fyrir og við fléttum það inn í persónuleika minn í dag.

Bókin fjallar um hver ég er í dag, samkvæmt sögu minni og sögu forfeðra minna,“ segir Elísabet.

Rithöfundalestin hefur verið árviss viðburður á Austurlandi þar sem landsþekktir rithöfundar, í bland við austfirska höfunda, hafa lesið upp úr nýútkomnum verkum sínum. Rithöfundalestin 2020 er samstarfsverkefni Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, menningarmálanefndar Vopnafjarðarhrepps, Skaftfells menningarmiðstöðvar á Seyðisfirði, Menningarstofu Fjarðabyggðar, menningarmálanefndar Djúpavogs og Austurfréttar/Austurgluggans.Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.