Skip to main content

Rithöfundalestin 2020: Svolítið sóðalegt hjarta

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 31. des 2020 16:34Uppfært 31. des 2020 16:35

„Svolítið sóðalegt hjarta“ er sjötta ljóðabók Björgvins Gunnarssonar úr Fellabæ, eða Lubba klettaskálds. Hún fjallar um ástina í ýmsum myndum.


„Nafnið kemur frá dóttur minni. Hún var að teikna afmæliskort og það féll á það vatnsdropi svo hún skrifaði afsökunarbeiðni. Mér fannst hún flott og hugsaði með mér að nota hana.

Ári síðar var ég búinn að skrifa sex ljóð, þau fyrstu eftir nokkurra ára ritstíflu. Þau voru öll um ást og ástarsorg því á þessum tíma hafði samband mitt við barnsmóður mína endað.

Þá mundi ég eftir afsökunarbeiðninni og ákvað að nota hana sem heiti á bókina. Ég ákvað líka að þetta yrði fyrsta þemabókin mín. Hún er nokkru persónulegri og alvarlegri en fyrri ljóðabækur mínar,“ segir Björgvin um bókina.

Rithöfundalestin 2020 er samstarfsverkefni Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, menningarmálanefndar Vopnafjarðarhrepps, Skaftfells menningarmiðstöðvar á Seyðisfirði, Menningarstofu Fjarðabyggðar, menningarmálanefndar Djúpavogs og Austurfréttar/Austurgluggans.