Skip to main content

Ríkey vann Barkann

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 21. feb 2013 14:30Uppfært 08. jan 2016 19:23

rikey_thorsteinsdottir_barkinn13.jpg
Ríkey Ásta Þorsteinsdóttir, sextán ára Seyðfirðingur, fór með sigur af hólmi í Barkanum, söngkeppni Menntaskólans á Egilsstöðum sem haldin var í Valaskjálf fyrir viku.

Ríkey Ásta vann með lagin Mama Knows Best eftir Jessie J. Hún keppir fyrir hönd skólans í söngkeppni framhaldsskólanna.

Vigdís Diljá Óskarsdóttir, sem sigraði í keppninni í fyrra, varð í öðru sæti með lagið Piece of My Heart sem Janis Joplin flutti á sínum tíma. Eskfirðingurinn Ásbjörn Þorteinsson varð í þriðja sæti með lagið Other Side frá bandarísku sveitinni Red Hot Chili Peppers.

Linda Björk Árnadóttir var framkvæmdastýra keppninnar, Kolbeinn Ísak Hilmarsson hljómsveitarstjóri og grínistinn Steindi jr. kynnir keppninnar. Fjórtán keppendur tóku þátt.