Árshátíð Fellaskóla
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 14. apr 2011 22:09 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Árshátíð Fellaskóla var haldin í kvöld. Þema árshátíðarinnar var hafið og nefndist dagskráin, Hafið bláa hafið.
Árshátíð Fellskóla sótti efnivið sinn til hafsins að þessu sinni. Þannig hafa nemendur 1.-7. bekkjar valið sér lög sem tengjast hafinu með einum eða öðrum hætti til flutnings og fór undirbúningurinn fram í góðu samstarfi við Tónlistarskólann eins og endranær.
Þá var einnig flutt brot ú leikritinu Kuðungar eftir Kristínu Ómarsdóttur sem nemendur úr 8.-10. bekk sýndu á Þjóðleikshátíð um síðustu helgi. Jón Gunnar Axelsson ver leikstjóri sýningarinnar en hún va einnig unnin í samstarfi við Tónlistarskólann.
Einnig var til sölu Skólablað Fellaskóla, Grettir 23. árgangur, 74 síðna blað fullt af fróðleik, allt frá léttmeti, þrautum og leikjum til hádramatíkur.