Réttlætisrútan fór ekki í gang í morgun

dogun_rettlaetisruta_esk.jpg
Hjálp þurfti við að ræsa Réttlætisrútu Dögunar í kuldanum á Eskifirði í morgun. Rútan er á ferð um fjórðunginn með frambjóðendur.

Rútan er nú á hringferð í aðdraganda kosninga. Í gær var ferðast um suðurfirði Austfjarða og endað á Eskifirði þar sem gist var á Mjóeyri.

Þegar fara átti af stað í morgun í tíu gráðu frosti neitaði rútan að fara í gang. „En góða fólkið er allsstaðar og fljótlega mættu bjargvættir til að koma réttlætinu af stað aftur með vænu rafmagnsstuði,” segir í frétt frá framboðinu.

Fundað verður í álverinu í Reyðarfirði í hádeginu en eftir það liggur leiðin upp í Egilsstaði og á Seyðisfjörð samkvæmt dagskrá.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.