Árviss Grýlugleði á Skriðuklaustri á morgun
Hin árvissa Grýlugleði Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri verður haldin sunnudaginn 27. nóvember, á fyrsta sunnudegi í aðventu, kl. 14.00.
Að venju munu gaulálfar og sagnálfar ráða ríkjum á skemmtuninni og fræða gesti um ægivald og ógnir Grýlu og hyskis hennar. Hjónakornin halda sig vonandi heima í Brandsöxlinni á meðan á gleðinni stendur.
Kynnt verður glóðvolg útgáfa litabókar um Grýlu með kvæðabrotum austfirskra skálda fyrri alda og verðlaunateikningum austfirskra grunnskólabarna í 6. og 7. bekk.
Allir velkomnir og jólakökuhlaðborð hjá Klausturkaffi eftir skemmtun.