Sauðburður fram á haust

Bændur á Hlíðarenda í Norðurdal í Breiðdal urðu nokkuð hissa þegar þeir voru að smala um síðustu viku og sáu að nokkrum tímum fyrr hafði bæst í bústofninn.


Rolla sem sleppt geldri á fjall var þá með lítið lamb sér við hlið. „Það vitað að þetta gæti gerst. Það var eitthvað „happy hour“ í fjárhúsunum í vor,“ segir Arnaldur Sigurðsson bóndi.

Talið er að lambið hafi komið í heiminn fyrir sléttri viku, þann 9. september. „Það birtist allt í einu í miðjum hóp í smalamennsku. Það þurfti að fara yfir á og langar leiðir til að komast heim til sín þannig þetta var heilmikil fyrsta lífsreynsla.

Núna er búið að marka það og það er heima á túni. Þetta verður örugglega gullfalleg ær, mógolsuflekkótt, af vestfirsku kyni.“

Sauðburður á Hlíðarenda varð nokkuð langur í báða enda á Hlíðarenda þetta árið. „Fyrsta ærin bar 14. mars og nú kemur þetta fram svo hann er orðinn býsna langur.“

Mynd: Jóhann Snær Arnaldsson

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.