Súellen í Egilsbúð: Myndir
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 16. okt 2011 12:09 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Súellen steig á stokk í Egilsbúð á Neskaupstað laugardaginn 15. október. Húsið var troðfullt af fólki og góð stemning var í salnum.
Loftið var rafmagnað inni í Egilsbúð þegar ljósmyndari agl.is kom þar inn. Mikil eftirvænting var í fólki og gleðin var mikil. Loks þegar Súellen menn stigu á stokk brutust út mikil fagnaðarlæti meðal gesta í salnum. Mikið var spilað og hin ýmsu skemmtiatriði voru sýnd á milli laga sem Súellen menn höfðu sjálfir haft til.









Súellen gaf út sína fyrstu hljómplötu árið 1987. Þá komst lagið „Símon er lasinn" í fyrsta sæti vinsældarlista Rásar 2. EFtir það komu svo út lög sem allir ættu að þekkja. Þar ber að nefna: Elísa ('88), Ferð án enda ('92) og Þessi nótt ('93).








