Skip to main content

Seyðfirðingar heiðra Garðar Eymundsson

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. júl 2016 14:50Uppfært 14. júl 2016 14:52

Garðar Eymundsson fékk í vikunni viðurkenningu frá Seyðisfjarðarkaupstað fyrir framlag hans til lista- og menningar á staðnum en hann fagnaði nýverið 90 ára afmæli sínu.


Garðar var mikilvirkur myndlistarmaður og eftir hann liggur fjölda verka. Eitt stærsta verkið eru blýantsteikningar af fjallahring Seyðisfjarðar sem komu út á veglegri bók fyrir nokkrum árum.

En framlag Garðars var ekki bara á listasviðinu heldur á sviði húsagerðar. Hann var lærður húsasmíðameistari og kom sem slíkur að byggingu fjölda húsa á Seyðisfirði meðal annars Sjúkrahússins, félagsheimilisins, íþróttahússins og endurgerð kirkjunnar.

„Við erum hér í dag að þakka fyrir það sem við köllum ómetanlegt framlag til lista og menningar á Seyðisfirði.,“ sagði Vilhjálmur Jónsson bæjarstjóri.

Fyrst og fremst horfum við til verka Garðars á listasviðinu en einnig við mannvirkjagerð sem er hluti af okkar menningu.“

Garðar og kona hans, Karólína Þorsteinsdóttir, gáfu síðan vinnustofu sína undir Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi.