Skip to main content

Seyðfirðingum boðið nýtt nammi

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. feb 2016 18:26Uppfært 15. feb 2016 20:40

Starfsfólk bæjarskrifstofunnar á Seyðisfirði hyggst bjóða upp á nýtt öskudagsnammi, þar sem afhent var nammi frá því fyrir hrun vegna rangrar afgreiðslu birgis síðastliðinn miðvikudag.


Í tilkynningu frá bænum segir að nýja nammið verði í boði milli klukkan 13 og 15 á miðvikudag. Ekki sé gerð krafa um búninga en söngur sé æskilegur.

 

Austurfrétt greindi frá því í morgun að birgir hefði afgreitt nammi sem rann út árið 2007 austur á Seyðisfjörð. Hann neitaði að gefa nokkrar skýringar á því þegar eftir því var leitað og hefur ekki svarað fyrirspurnum annarra fjölmiðla í dag. 

 

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur rannsakar hins vegar málið og mun óska eftir skýringum.