Seyðisfjörður ofarlega í huga sigurvegara í myndakeppni Guardian

Sigurvegari í samkeppni breska dagblaðsins The Guardian um ferðamynd ársins 2016 virðist hafa heillast af Seyðisfirði en hann fékk Íslandsferð í sigurlaunin.

Alastair Swan fékk ferð um Ísland á vegum Discover the World í verðlaun fyrir sigurmynd sína í samkeppninni 2016, sem sýndi loftbelgi á svifi yfir hofum í Myanmar við Sólarupprás.

Myndir úr ferð Alastairs birtust í The Guardian um áramótin en þrjár af níu myndum eru frá Seyðisfirði. Má þar sjá hljóðskúlptúrinn Tvísöng, regnbogalitaða Norðurgötuna og bæinn speglast í Lóninu.

Alastair virðist einnig hafa kunnað vel við sig á Hornafjarðarsvæðinu en í safni hans eru tvær myndir frá Jökulsárlóni og aðrar tvær af Vestrahorni við mismunandi birtuskilyrði, en fjallið er afar vinsælt meðal ljósmyndara.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.