Seyðisfjörður ofarlega í huga sigurvegara í myndakeppni Guardian
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 04. jan 2018 10:58 • Uppfært 04. jan 2018 10:58
Sigurvegari í samkeppni breska dagblaðsins The Guardian um ferðamynd ársins 2016 virðist hafa heillast af Seyðisfirði en hann fékk Íslandsferð í sigurlaunin.
Alastair Swan fékk ferð um Ísland á vegum Discover the World í verðlaun fyrir sigurmynd sína í samkeppninni 2016, sem sýndi loftbelgi á svifi yfir hofum í Myanmar við Sólarupprás.
Myndir úr ferð Alastairs birtust í The Guardian um áramótin en þrjár af níu myndum eru frá Seyðisfirði. Má þar sjá hljóðskúlptúrinn Tvísöng, regnbogalitaða Norðurgötuna og bæinn speglast í Lóninu.
Alastair virðist einnig hafa kunnað vel við sig á Hornafjarðarsvæðinu en í safni hans eru tvær myndir frá Jökulsárlóni og aðrar tvær af Vestrahorni við mismunandi birtuskilyrði, en fjallið er afar vinsælt meðal ljósmyndara.