Skip to main content

Sigríður Friðný fékk verðlaun Rótarý: Kennslan er henni í blóð borin

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. jún 2012 23:24Uppfært 08. jan 2016 19:23

rotary_17juni12.jpg

Sigríður Friðný Halldórsdóttir, grunnskólakennari á Egilsstöðum, fékk viðurkenningu Rótarýfélags Fljótsdalshéraðs fyrir vel unnin störf fyrir samfélagið og kennslu barna. Viðurkenningin var afhent á 17. júní hátíðarhöldum á Egilsstöðum í dag.

 

Sigríður hefur kennt nær sleitulaust frá árinu 1974. Hún er uppalin Eskfirðingur en tók landspróf á Eiðum og fór síðan í kennaranám.

Í umsögn með viðurkenningunni segir að Sigríður skapi börnunum „friðsælt umhverfi og sinni þeim af hlýju.“ Kennslan sé henni í blóð borin. Hún sé tónelsk og hafi lengi stuðlað að barnasöng á Egilsstöðum.

Hún hafi mikið dálæti á bresku hljómsveitunum Queen og Vax en hin síðarnefnda er skipuð sonum hennar. Sigríður Friðný hefur að auki unnið með leikfélagi Fljótsdalshéraðs og sungið með kirkjukórnum.

Sigríður Friðný var fjarverandi í dag en systir hennar, Hansína Margrét, tók við viðurkenningunni.