Skip to main content

Sjómannadagshátíðarhöld á Djúpavogi

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. jún 2010 13:08Uppfært 08. jan 2016 19:21

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur á Djúpavogi um síðustu helgi að vanda.  Mál manna var að þetta væru fjölmennustu sjómanndagshátíðarhöld þar í mörg herrans ár.

djupiv_sjomannad.jpgBlíðskaparveður var á sjómannadaginn á Djúpavogi og fóru hátíðarhöldin vel fram og voru óvenju fjölmenn. Forskot var tekið á sæluna á laugardagskvöldið í Löngubúð þar sem fjöldi manns kom saman til að hlusta á sjómenn frá Djúpavogi segja sögur af sjónum.  Þetta var prýðisgott kvöld og sögurnar frábærar, enda margir frábærir sögumenn í hópi Djúpvogskra sjómanna.

,,Sjómannadagskráin var með hefðbundnu sniði, skemmtisigling og kaffi í Sambúð, hvorutveggja vel sótt og höfðu sumir orð á því að þetta hafi verið mesti fjöldi samankominn á Sjómannadegi á Djúpavogi í mörg herrans ár. Það voru einir 8 bátar sem buðu fólki í siglingu og gaman að sjá alla nýju bátana taka þátt" segir Bryndís Reynisdóttir á Djúpavogi.