
Sjö Austfirðingar á lista Röskvu
Sjö háskólanemar frá Austurlandi eru á framboðslista Röskvu, samtaka félagshyggjufólks í Háskóla Íslands, í kosningar til Stúdentaráðs. Kosið verður á miðvikudag og fimmtudag.Kosið er eftir sviðum háskólans og þaðan skipa sviðin áfram sína fulltrúa inn í stúdentaráð. Framboðslistarnir koma frá tveimur framboðum, annars vegar Röskvu hins vegar Vöku.
Framboðin leggja fram lista bæði aðal- og varafulltrúa. Á lista Röskvu eru sjö Austfirðingar, þar af þrír aðalmenn. Þá er Guðjón Björn Guðbjartsson, formaður Röskvu frá Norðfirði.
Austfirðingarnir á framboðslistum Röskvu:
Melkorka Mjöll Jóhannesdóttir frá Fáskrúðsfirði. Skipar 5. sæti á verkfræði- og náttúruvísindasviði en hún stundar nám í rafmagns- og tölvuverkfræði.
Sigurður Vopni Vatnsdal Gíslason frá Vopnafirði er í þriðja sæti á menntavísindasviði en hann er í grunnskólafræðum.
Anna Margrét Arnarsdóttir frá Norðfirði er í fjórða sæti á hugvísindasviði en hún nemur bókmenntafræði.
Daníel Kári Guðjónsson, nemi í félagsfræði frá Reyðarfirði, er varamaður á félagsvísindasviði.
Hrönn Hilmarsdóttir, nemi í hjúkrunarfræði frá Norðfirði, er varmaður á heilbrigðisvísindasviði.
Martin Sindri Rosenthal, nemi í sálfræði frá Norðfirði, er varamaður á heilbrigðisvísindasviði.
Rannveig Júlía Sigurpálsdóttir, nemi í næringarfræði frá Norðfirði, er varmaður á heilbrigðisvísindasviði.
Guðjón Björn formaður við listakynningu framboðsins. Mynd: Röskva