Skip to main content

Sjósundfélag Norðfirðinga: „Þetta er vont en það venst“

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. mar 2011 17:18Uppfært 08. jan 2016 19:22

sjosund_nesk.jpgSjósundfélag Norðfirðinga (SJÓN) hélt nýverið upp á mánaðarafmæli sitt í Neskaupstað. Greinin nýtur vaxandi vinsælda hvar sem er á landinu.

 

„Þetta er vont en það venst,“ sagði Húnbogi Gunnþórsson, einn stofnenda félagsins. Félagið var stofnað þann 10. febrúar þegar þrír kappar stungu sér til sunds fyrir neðan kirkjuna í Neskaupstað.

Áhuginn hefur vaxið í seinustu viku var haldið upp á mánaðarafmælið. Sjö sundkappar lögðust þá til sunds. Fimm stiga frost var í loftinu og sjórinn um 0,5°C kaldur.

Félagið hefur vakið mikla athygli í Neskaupstað undanfarnar vikur og vænta félagsmenn þess að fleiri mæti í tveggja mánaða afmælið í apríl.

„Það mættu nú fleiri kvenmenn láta sjá sig ofan í,“ segir Þórður Sturluson, einn af hetjunum eins og strákarnir kalla sig. Þeir skora á þá sem vilja fylgjast með og taka þátt að gerast meðlimir á fésbókarsíðu félagsins.

Mynd: Hafrún Eiríksdóttir