Skíðaveturinn byrjar vel í Oddsskarði

oddsskard_skidi.jpgAðstandendur skíðasvæðisins í Oddsskarði eru ánægðir með byrjunina á skíðavertíðinni. Opnað var um jólin og nægur snjór hefur verið til staðar síðan.

 

Gert er ráð fyrir þýðu um helgina en væntanlega  verður opið á morgun laugardag en verr lítur út með sunnudaginn.  Dagfinnur forstöðumaður Oddsskarðs segir að síðan muni kólna aftur í næstu viku og  að stefnt sé að því að opna topplyftuna um næstu helgi.

Síðasta sunnudag  var frítt í fjallið í Oddsskarði í tilefni af alþjóðlega snjódeginum og mættu um 500 manns og nutu þess að renna sér í einstakri veðurblíðu.

Opið er frá 10:00 - 16:00 um helgar og frá 16:00 - 19:00 á virkum dögum þegar aðstæður leyfa.  

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.