Skip to main content

Skíðaveturinn byrjar vel í Oddsskarði

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. jan 2012 22:31Uppfært 08. jan 2016 19:22

oddsskard_skidi.jpgAðstandendur skíðasvæðisins í Oddsskarði eru ánægðir með byrjunina á skíðavertíðinni. Opnað var um jólin og nægur snjór hefur verið til staðar síðan.

 

Gert er ráð fyrir þýðu um helgina en væntanlega  verður opið á morgun laugardag en verr lítur út með sunnudaginn.  Dagfinnur forstöðumaður Oddsskarðs segir að síðan muni kólna aftur í næstu viku og  að stefnt sé að því að opna topplyftuna um næstu helgi.

Síðasta sunnudag  var frítt í fjallið í Oddsskarði í tilefni af alþjóðlega snjódeginum og mættu um 500 manns og nutu þess að renna sér í einstakri veðurblíðu.

Opið er frá 10:00 - 16:00 um helgar og frá 16:00 - 19:00 á virkum dögum þegar aðstæður leyfa.