Skíðaveturinn byrjar vel í Oddsskarði
Aðstandendur skíðasvæðisins í Oddsskarði eru ánægðir með byrjunina á
skíðavertíðinni. Opnað var um jólin og nægur snjór hefur verið til
staðar síðan.
Gert er ráð fyrir þýðu um helgina en væntanlega verður opið á morgun laugardag en verr lítur út með sunnudaginn. Dagfinnur forstöðumaður Oddsskarðs segir að síðan muni kólna aftur í næstu viku og að stefnt sé að því að opna topplyftuna um næstu helgi.
Síðasta sunnudag var frítt í fjallið í Oddsskarði í tilefni af alþjóðlega snjódeginum og mættu um 500 manns og nutu þess að renna sér í einstakri veðurblíðu.
Opið er frá 10:00 - 16:00 um helgar og frá 16:00 - 19:00 á virkum dögum þegar aðstæður leyfa.