Skip to main content

Í skýjunum með Hammondhátíð: Myndir

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. apr 2013 23:59Uppfært 08. jan 2016 19:24

hammond
Forsvarsmenn Hammondhátíðarinnar á Djúpavogi, sem haldin var um helgina, eru afar ánægðir með hvernig til tókst. Hátíðin, sem haldin hefur verið síðustu sex ár, var sú fjölmennasta til þessa.

„Við erum í skýjunum með hátíðina sem gekk vonum framar,“ segir Ólafur Björnsson, aðalskipuleggjandi hátíðarinnar. Á áttunda hundrað gesta sótti tónleikana fjóra sem í boði var. Meðal þeirra sem fram komu voru Ný dönsk, Jónas Sigurðsson, nemendur úr FÍH, Karlakórinn Trausti og Dúndurfréttir.

Lokatónleikar hátíðarinnar voru með Magnúsi og Jóhanni í Djúpavogskirkju á sunnudag. Þeim seinkaði reyndar um klukkustund því hægt gekk að ferja þá yfir Fagradal.

Þá voru ýmsir aðrir viðburðir í gangi á Djúpavogi yfir helgina.

Myndir: Birgir Th. Ágústsson
 
hammondhammondhammondhammondhammondhammondhammondhammondhammondhammondhammondhammondhammond